Hrekkjavaka og fleira skemmtilegt

Ákveðið var að halda hrekkjavökuna hátíðlega annað árið í röð hér á þessum bæ.  Í fyrra vorum við með smáveislu í sumarbústað en nú fengu strákarnir að bjóða bestu vinunum og halda veisluna heima.

Helgin fór því mikið til í undirbúning auk þess sem ég reyndi að koma að smáritgerðayfirferð, fótboltamóti í Keflavík, konukvöldi hjá Höllu Karen og mömmuklúbbi hjá Berglindi íslensku.

Þetta gekk svona líka glimrandi vel, konukvöldið var æði, ég uppgötvaði þegar ég sótti Sólu og hún var með Michael Jackson hár og hatt að þetta átti að vera hattakvöld svo ég dreif mig heim og náði mér í hjólahjálm af Hallgrími sem smellpassaði við rauðan, fleginn kjól sem ég var í:) Svo átum við Sushi og súkkulaðikökur eins og við gátum í okkur látið og svo drifum við Síams okkur heim svo við gætum vaknað snemma til að hlaupa og fara í tabata.

Eftir bráðskemmtilegt hlaup og Tabata með Sólu, Gullu og Mundu fórum við á fótboltamót í Keflavík þar sem Benedikt og vinir hans stóðu sig rosalega vel og enduðu í 2. sæti. enda með dásamlegan þjálfara og með eindemum duglegir strákar.

Ég sleppti svo haustfagnaði hjá Laugaskokki þótt mig langaði mikið að fara en fannst ansi langt að keyra út á Seltjarnarnes í ljósi þess að ég ætlaði bara að kíkja í klukkutíma en við Sóla lofuðum hvorri annarri því að á næstu Laugaskokkssamkundu myndum við mæta, hvað sem tautaði eða raulaði.

Á sunnudagsmorguninn var þessi fíni mömmuklúbbur þar sem við átum á okkur gat og slúðruðum eins og enginn væri morgundagurinn og svo var það heim að ljúka undirbúningi áður en krakkarnir 18 mættu á staðinn.

Krakkarnir voru rosalega flottir, í þvílíkt flottum búningum, keyptum sem heimatilbúnum.  Við fórum svo í nokkra leiki, borðuðum alls kyns ógeðsmat og horfðum á Halloween Simpsons.  Svo fóru allir heim saddir og sælir, nema Sigrún Björk vinkona mín sem skildi ekki alveg val á besta búningi en allir kusu hver þeim fyndist flottastur og úrslitin urðu pínuneyðarleg þar sem ég þurfti að tilkynna að Benedikt hefði unnið en hann var í búningi sem ég hafði gert, var málaður og greiddur af mér og leit alveg eins út og Aðalsteinn en svona er þetta.  En Sigrúnu fannst auðvitað hróplegt óréttlæti að mér fyndist Benedikt flottastur en ekki hún í prinsessukjólnum sem var auðvitað rosalega flottur.  Á næsta ári verða sem sagt annaðhvort engin búningaverðlaun eða verðlaun fyrir alla:)

Veit ekki með þessi myndamál hérna, get engar myndir sett.  Rembist þó eins og rjúpan við staurinn.

Kv.

Ásta 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband