Sko stúlkuna, hún gat bloggað:)

Jæja, mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan ég bloggaði síðast og ég hef marga fjöruna sopið en hef þó ekki í hyggju að leggja árar í bát og mun nú blogga eins og ég eigi lífið að leysa enda enginn landkrabbi í þeim málunum.

Byrjum í dag og förum aftur á bak.

Við Steini ákváðum að fara með strákana okkar í brunch í Turninum í dag og var það alveg hreint himneskt.  Við átum okkur svo mikið til óbóta að við Hallgrímur áttum erfitt með andardrátt á leiðinni út og Hallgrímur sagðist ekki vilja borða næstu tvær vikurnar en ég er ekki viss um að það endist lengur en svona klukkutíma í viðbót:)  Það var frekar fyndið að á borðunum sitt hvorum megin við okkur voru fjölskyldur með börnin sín og þar voru á báðum borðum strákar úr liði Benedikts í fótboltanum, alveg óvart.  Við stungum því upp á því að það yrði tekinn upp HK afsláttur á staðnum en veit ekki hvernig yrði tekið í það.  Á staðnum var líka Stella fyrrum nemandi að vinna sem þjónaði okkur með stakri prýði og ekki var nú leiðinlegt að heyra að hún væri komin í ensku í háskólanum af því hún hefði verið svo ánægð með okkur, það gladdi litla kennslukonuhjartað.

Í gær fórum við Hallgrímur með mömmu og forsetahjónunum á tónleika í Víðistaðakirkju til styrktar MND félaginu og voru þeir alveg svakalega góðir.  Ég var með smááhyggjur af því að Hallgrímur skemmti sér ekkert of vel þar sem þetta voru stórsöngvarar á borð við Kristján Jóhanns, Gissur Pál og fleiri en honum fannst þetta bara bráðskemmtilegt og naut klassísku tónlistarinnar mjög vel. Á meðan voru Benedikt og Aðalsteinn á Töfraflautunni með Kristjáni bróður og Laufeyju frænku svo þetta var mikil menningarhelgi.  Á meðan sat litli skóladrengurinn Steini heima og lærði fyrir próf.

Síðasta vika hefur svo snúist töluvert um Snælandsskóla því það var bekkjarkvöld hjá Hallgrími á föstudag en þá fengum við fólk frá búðinni Spilavinum í heimsókn og kenndu þau fólkinu fullt af skemmtilegum spilum og mæli ég innilega með svona stund.  Á miðvikudaginn var bingókvöld hjá Benediktsbekk og það var auðvitað líka stuð.

Þar sem ég hef ekkert bloggað um Torontoferðina enn og Sóla og Guðrún búnar að gera henni góð skil, ætla ég held ég bara að sleppa því að öðru leyti en því að segja að þetta var ótrúleg snilld.´

Svo átti að vera hér smámyndaröð en bloggið leyfir mér ekki að setja neina mynd, eitthvað plássrugl, sjáum hvað setur.

Kv.

Ásta Lauf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var að beljan bar og Ástan bloggaði! Þú ert að standa þig virkilega vel sem bekkjarfulltrúi Snælandsskóla!

Sóla (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband