Nei, ég er ekki dáin

Er bara búin að vera að mestu leyti netlaus í þrjár vikur heima og nenni ekki að taka séns á bloggfærslu sem fýkur svo út í veður og vind. Í gær fengum við viðgerðarmann sem horfði á mig og hristi höfuðið yfir hvað ég væri nú vitlaus og sagði mjög hægt:"Sko, sían er á bandvitlausum stað hjá þér, nú vinnur hún bara á móti tengingunni og veldur truflunum."  Sólarhring síðar er nettengingin enn í lamasessiWink

Það hefur auðvitað ansi margt gerst síðan síðast, stóri drengurinn okkar varð árinu eldri og litli hundurinn líka.  Hallgrímur okkar hélt upp á afmælið sitt í Elliðaárdal og það var aldeilis stórskemmtilegt enda hélt hann upp á það með Björgu Steinunni Sóludóttur.

 Skólinn er kominn í fullan gang og fullt af skemmtilegum nemendum eins og endranær og margir alveg sérdeilis líflegir svo ekki sé meira sagt og í fyrsta skipti er ég að kenna nýsjálenskum strák og er það mjög skemmtilegt.

Gormarnir okkar eru að komast í gang í skólanum og íþróttunum, Hallgrímur ætlar að hvíla fótboltann og fara í frjálsar í staðinn sem gleður litlu hlaupamömmuna og Aðalsteinn er nú skráður í dansdeild HK þar sem hann ætlar að svífa tindilfættur um gólfin með Sigrúnu Björk, aðalstúlkunni sinni.

Við erum búin að fara í berjamó og tína rifsber og sulta og frysta og vesenast og Benedikt er búinn að missa niður alla vega þrjú box af berjum þetta árið svo allt er eins og það á að vera.

Steini minn er byrjaður í leiðsöguskólanum og stendur sig eins og hetja og ætlar að bruna með fullt af fólki um fjöll og firnindi næstu misserin.

 Fleira er víst ekki í fréttum en um leið og nettengingin fer að lagast þá fer ég að blogga meira og meira að segja gætu myndskreyttar bloggfærslur birst hér:)

 kv.

Ásta netlausa en alls ekki allslausa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega nóg að gera nú sem endranær ;0)

Gígja (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 19:21

2 identicon

Fjúkkit- ég hélt þú værir hætt að blogga :-)

Sigrún (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 21:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband