3.8.2010 | 13:02
Fjósó
Alltaf eru Hranastaðir jafnyndislegir. Komum heim í gærkvöldi eftir náðuga daga í Eyjafirðinum. Reyndar tókst Hallgrími að handleggsbrjóta sig á föstudaginn en þar fyrir utan gekk ferðin stórslysalaust fyrir sig. Eða sko, Arnar bóndi datt niður úr stiga á laugardaginn og gat varla gengið fyrir verkjum en að öðru leyti gekk þetta mjög vel;)
Við skoðuðum Smámunasafnið sem var nú ekkert smá heldur rosalegt safn. Svo átum við yfir okkur af Holtselshnossi í Holtseli en þar eru til 1000 uppskriftir að ís og margir sjúklega góðir.
Á sunnudaginn fórum við á sveitamarkað, í lautarferð og á Greifann og svo í frekar dapurlegt tívolí.
Í gær kíktum við svo á gamla bæinn í Laufási og svo brunuðum við í bæinn. Sem sagt, tær snilld.
Lítið annað að segja, myndir og meira síðar.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það verður gaman að sjá myndirnar...jag ventar og ventar :)
Sóla (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 22:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.