N1, Nikulás og Laugavegur

Jæja, mikil ferðalög að baki og nóg um að vera, aldrei þessu vantSmile

Hallgrímur keppti á N1 mótinu á Akureyri fyrir rúmri viku og stóð sig mjög vel þótt liðinu hans hafi ekki gengið nógu vel, með eindæmum óheppnir þetta árið, en það koma mót eftir þetta mót. En Akureyrin var fín og frábært að fá gistingu hjá Sverri frænda Steina en hann ákvað að hýsa okkur öll, þ.e. okkur fimm og sumarfjölskylduna okkar, Barða, Hófí og strákana þeirra, auk tveggja hunda, alveg hreint ótrúleg gestrisni hjá þessu fólki.  Þetta var því rosalega notalegt og skemmtilegt þótt HK hefði ekki gengið alveg nógu vel.

Við ákváðum svo að drífa okkur til Ólafsfjarðar með eitt lið úr HK á Nikulásarmótið.  Þetta var nú bara gert af því tveir vinir Benedikts voru á Ólafsfirði á þeim tíma og það þótti ótækt að þeir kepptu með LeiftriWink svo liði Benedikts var bara skellt inn í bíl og keyrt norður þótt HK hefði aldrei keppt á þessu móti.

Við fengum lánað húsið hennar Völu Glennu og það var nú aldeilis dásamlegt að vera með strákana alla í sveitasælunni, tvær mömmur og 7 strákar miðja vegu milli fjallstinds og vatnsins. Ég er þvílíkt orðin ástfangin af þessum stað með fjöllin allt í kring og vatnið í miðjunni.  Ekki skemmdi fyrir að húsráðendur komu eitt kvöldið færandi hendi, með spriklandi bleikjur úr vatninu.  Héðan í frá verð ég því fastagestur á Ólafsfirði.

Það leit nú ekki vel út með veðrið því það rigndi eldi og brennisteini þegar við komum þangað en svo lagaðist það og alla helgina var ágætisveður, þurrt en fremur kalt. Jóna og Hörður, foreldrar Andra Más voru líka með íbúð alveg við fótboltavöllinn og þar var hægt að fara í borðtennis og pool svo strákunum varð aldrei kalt og ekki leiddist þeim.

Strákarnir gerðu sér svo lítið fyrir og unnu mótið, urðu Nikulásmeistarar auk þess sem þeir fengu háttvísi og prúðmennskuskjöld eftir fagran söng í mötuneyti alla daga og prúða framkomu í öllum leikjum.

Nú er það Laugavegsvikan, ég er alveg sérstaklega lítið undirbúin núna, enda kom leiðindabakslag í æfingaprógrammið þegar ég lenti í járnskortinum fyrir mánuði og eftir það hef ég bara verið að lufsast eitthvað milli þess sem ég hef hámað í mig járntöflur, cheerios, rúsínur og suðusúkkulaði eins og mér sé borgað fyrir það.  Ég sé því kannski ekki fram á bætingu þetta árið en vona að ég komist klakklaust í mark og helst án mikilla magaverkja og leiðinda. 

En nú var ég að fá sendan heim heilan kassa af Leppinvörum og tvær kippur af Soccerade (gott að eiga gjafabréf einhvers staðar) svo nú er best að fara að demba þessu í sig og fylla sig orku.

Kv.

Ásta HK 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalatriðið hjá þér er að hafa gaman af þessu hlaupi en þú veist að á góðum degi ferðu létt með að bæta tímann, eins og þú sannaðir í Þorvaldsdalshlaupinu um daginn. Mundu svo að senda kellu sms með öllum Glennuúrslitum um leið og þú ert búin að ná andanum aftur (sem er sirka sekúndu eftir að þú kemur í mark, ef ég þekki þig rétt!). Gangi þér ógisslega vel!

Sóla (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:01

2 identicon

Nú verður þú kölluð Ásta Ólafsfirðingur :)

vala (IP-tala skráð) 15.7.2010 kl. 23:55

3 Smámynd: Agga

Hlakka til morgundagsins. Mikið verður þetta gaman hjá okkur. Ég er viss um að þú munt eiga frábært hlaup. Treysti svo á að þú skemmtir mér í rútunni eins og síðast

Agga, 16.7.2010 kl. 09:15

4 identicon

Þó að undirbúningur sé ekki alveg einsog hann átti að vera þá er bara mun meiri ástæða til þess að njóta þess að vera með og hafa gaman af þessu. Það kemur manni langt.

Gangi þér vel

Bogga (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 10:12

5 identicon

Takk Sóla og Bogga.

Já Vala, nú er það bara nýi uppáhaldsstaðurinn minn.

Ekki spurning Agga, þarf bara aðeins að hugsa hvaða barnaleikrit hentar best til söngs þetta árið

Ásta (IP-tala skráð) 16.7.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband