Órækt:(

Þegar ég var lítil í Fossvoginum þá vorum við krakkarnir mikið í leikjum neðst í dalnum.  Við eina götuna stóð hús (og stendur enn) sem státaði af alveg sérlega fallegum og snyrtilegum garði.  Þar var gosbrunnur, höggmynd í miðjum garði og blóm út um allt.

Í húsinu sem garðurinn tilheyrði bjó maður sem mér fannst ævagamall þá en hefur eflaust ekki verið svo gamall þá.  Honum þótti greinilega vænt um garðinn sinn enda hugsaði hann ótrúlega vel um hann.  Þegar við vorum hlaupandi milli húsanna, oft með bolta í höndunum, skammaði hann okkur iðulega því hann var hræddur um að boltinn færi í blómabeðin sín.  Okkur fannst maðurinn ekkert sérlega skemmtilegur og vorum frekar hrædd við hann enda skildum við ekki kannski þessar áhyggjur sökum ungs aldurs.

Í gegnum árin hef ég hlaupið oft og iðulega framhjá húsinu og alltaf hugsa ég hlýlega til gamla mannsins og fallega garðsins því alltaf er honum haldið jafnvel við og eftir að ég eignaðist garð sjálf og gerði mér grein fyrir vinnunni sem þarf að liggja að baki, skildi ég manninn betur og dáðist sífellt meira að garðinum og eigandanum (eflaust hefur konan hans tekið virkan þátt líka en ég sá hana aldrei).

Nýlega var ég að hlaupa framhjá húsinu og sá þá að ekki hafði verið slegin grasflötin.  Það var ekki búið að setja niður stjúpur neins staðar, frekar en önnur falleg blóm, og ekkert hafði í raun verið gert fyrir garðinn.  Ég stoppaði og leit á húsið og sá þá að þar stóð allt tómt.  Fólkið var greinilega flutt.

Nú stend ég mig að því að hugsa aftur og aftur til gömlu hjónanna sem ég veit ekkert hvað hefur orðið af og finn að ég sakna þeirra og fallega garðsins en vona að þeim líði vel þar sem þau eru núna og þakka þeim fyrir að hafa lífgað upp á umhverfið þessar áraraðir og vona að þeir sem kaupa húsið standi sig eins vel í garðræktinni.

Kv.

Ásta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta voru systkin sem bjuggu í þessu húsi. Annað þeirra dó og húsið selt. Vonandi að nýir eigendur geri garðinn finan þegar þeir/þau flytja inn. Hvenær sem það nú verður!!

Sigrún (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 12:12

2 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Annars laumast þú þarna á nóttunni og sérð um garðinn, er það ekki bara?

Júlíana Ingveldardóttir, 3.7.2010 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband