23.6.2010 | 11:13
Sigurvíma
Jæja, Skagamótið gekk súperdúpervel.
Strákarnir sögðu í fyrra eftir mótið þá að þeir ætluðu sér að vera í A liðinu á þessu ári og vinna efstu deildina og verða þannig Skagamóts (Norðurálsmóts) meistarar. Það voru því miklar væntingar og kvíðnir foreldrar þegar nálgast tók mótið.
Benedikt og félagar hafa staðið sig rosa vel en við vissum líka að mörg önnur lið eru að standa sig rosalega vel og vorum skíthrædd um hvað gerðist ef sigurvissu fótboltasjúklingarnir okkar myndu svo tapa öllu.
Þetta gekk svo bara framar öllum vonum og eftir að vinna allt fyrsta daginn komust þeir í efstu deildina á laugardeginum. Fyrsti leikurinn þá gekk mjög vel en eftir að hafa legið í sókn og verið 2-1 yfir nánast allan leik nr. 2 misstu þeir leikinn í jafntefli á lokamínútunni og eftir það lágu allir metnaðarfullu strákarnir okkar grátandi í grasinu, nánast óhuggandi eftir jafnteflið. Þeir unnu svo hina leikina tvo en áttu eftir leik á sunnudagsmorguninn og ef þeir ynnu hann eða gerðu jafntefli myndu þeir fá bikar en ef þeir töpuðu yrðu þeir í öðru sæti. Við ræddum um jafnteflið og að fyrst þeir hefðu allir grátið úr sér augun eftir það þá vildum við varla hugsa til þess hvernig ástandið yrði á þeim ef þeir töpuðu á sunnudeginum:)
Svo fór þó ekki og þeir fengu bikar. En þeir voru ekki einu HK ingarnir sem fengu bikar því E liðið fékk líka bikar, D liðið varð í 2. sæti og bæði F liðin urðu í 3. sæti. Til að kóróna allt saman fékk HK svo háttvísisverðlaunin sem veitt eru af dómurum fyrir góða framkomu innan vallar. Þetta var því alveg hreint frábært mót, allir svo kátir og glaðir og frábær stemmning hjá súpergóðum þjálfurum, foreldrum, fararstjórum og öllum liðum og svo þessi líka flottu verðlaun í lokin. Við erum því enn í sigurvímu yfir þessu öllu saman.
Nokkrar myndir
Hér eru Benedikt, Kristján Pétur, Daníel Breki, Tómas Orri og Hallgrímur eftir 17. júní hlaupið á Kópavogsvelli en þar stóðu þeir sig allir súpervel, Daníel í 2. sæti og Hallgrímur í 4. sæti en Benedikt datt í upphafi hlaups og kom allur krambúleraður í mark. Tómas Orri sem er nýorðinn fjögurra ára, gerði sér lítið fyrir og fór tvo hringi:)
Hér er amma Anna í stuði á Rútstúni rétt fyrir vöffluveisluna miklu sem hún bauð okkur í.
Björg hin danska, Sóla og Sigrún Björk í stuði á Rútstúni.
Benedikt, Steini og Hallgrímur bíða í ofvæni eftir skrúðgöngunni, enda skrúðgöngusjúkir.
Í fullri action, Benedikt alveg að fara að verja. Stressaðir foreldrar í bakgrunni.
Útspark.
Eftir að titillinn var í höfn, mikil gleði.
A1 liðið að leikslokum með þjálfurum.
Flotti HK hópurinn með þjálfurum.
Næsta mál á dagskrá er svo N1 mótið á Akureyri hjá Hallgrími og erum við mikið farin að hlakka til þess.
Kv.
Ásta soccermum
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÐI til hamingju með titilinn!
Mér fannst frekar ósannfærandi myndin af "skrúðgöngusjúku" drengjunum :)
Linda Björk (IP-tala skráð) 23.6.2010 kl. 11:22
Til hamingju með titilinn. Ættir þú ekki líka að fá verðlaun fyrir ofurskipulagningu og þjónustu ´við HK á mótinu? Það finnst mér allavega....... :-)
Sigrún (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 00:38
Skuldar mér 500.000 :)
Húdý (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 19:17
Já Húdý, ávísunin er í póstinum:)
Ásta (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.