14.6.2010 | 16:51
Æðislegur Gullsprettur og Skagamót á næsta leiti
Jæja, þá er maður búinn að prófa Gullsprettinn og ekki urðum við vonsvikin.
Eftir 5 tindana og blóðgjöf á mánudag er ég búin að vera eins og drusla, illt í maga, höfði, svimar og það sem er verst, líður ömurlega á hlaupum.
Ég ákvað því að Gullspretturinn yrði farinn með Hallgrími og á hans hraða. Hann hafði aldrei hlaupið lengra en 5 km og langaði að prófa þetta. Á laugardagsmorguninn vaknaði ég eins og alla aðra daga í vikunni, með magaverk og leiðindi en Hallgrímur sá um stressið fyrir okkur mæðginin og alla leiðina austur var hann alveg að tapa sér úr stressi og spennu. Við ákváðum að við vildum ekki vera síðust en metnaðurinn náði ekki lengra. Ég sagði honum þó að Alfreð Ögguson hefði verið á 55 mínútum í sínum fyrsta Gullspretti en fannst hann ekkert hugleiða það frekar. Ég gerði því ráð fyrir að við tækjum í þetta svona 80-90 mínútur og var bara sátt við það.
Það var auðvitað dásemd að koma austur og uppgötva að maður þekkti 80 % af keppendum auk þess sem aðalmyndatökumaðurinn var hún Kristveig samkennari minn og í ljós kom að hún á þetta hlaup með tveimur vinkonum sínum því þær voru beðnar að skipuleggja eitthvað svona fyrir 6 árum sem þær og gerðu.
Svo var lagt af stað og við fórum okkur engu óðslega. Mýrarnar voru skemmtilegar og árnar ekki síðri og vorum við orðin forug upp að mitti eftir innan við 1 km.
Ég spurði Hallgrím alltaf öðru hvoru hvernig honum liði og hvort við færum of hægt eða of hratt og hann var bara nokkuð sáttur en svolítið móður.
Við drykkjarstöðina fann ég að minn maður var svolítið þreyttur svo við gengum á meðan við innbyrtum vatnssopann og héldum svo aftur af stað. Þegar ca 2 km voru eftir náðum við 16 ára strák sem hafði farið öll hlaupin og hann var okkur samferða að hverunum. Þá allt í einu tók minn maður undir sig stökk, ég sem hafði haldið að hann væri alveg búinn á því, og tók þennan líka fína endasprett. Ég fylgdi svo í humátt á eftir, alveg að rifna úr stolti.
Þegar við komum í mark sagði hann strax:"Á hverju var Alfreð aftur?" Hann kláraði sem sagt á tæpum 57 mínútum og ég nokkrum sekúndum á eftir.
Agga gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokkinn og Alfreð vann mömmu sína, ótrúlega flott fólk.
Nú er hann ákveðinn í að fara í fleiri hlaup og vill fara að æfa reglulegar en áður svo mamman er alsæl með þetta.
Eftir hlaupið fengum við svo heitt hverabrauð með silungi, algjör sæla.
Hér eru nokkrar myndir.
Hér erum við mæðginin fyrir hlaup með Alfreð, Öggu, Eiríki Áka, Antoni og Eyrúnu.
Hallgrímur á sprettinum. Mamman rétt á eftir.
Mæðginin eftir hlaup. Þreyttur en alsæll stúfur.
Dásamlegt fólk, Agga, Pétur þjálfari og Hallgrímur horfa agndofa á Mundu þegar hún sýnir okkur hverabrauðið góða.
Rauðvínsleginn Ívar með Mundu og Hallgrími.
Sigurvegarinn fáránlega hógværi með gjafabréfið sitt.
Annars sit ég bara í tölvuherberginu, að drukkna úr HK göllum og HK tölvupóstum og er farin að hlakka til Skagamótsins um helgina.
Kv.
Ásta gull
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Athugasemdir
Mikið rosalega eruð þið dugleg, bestu kveðjur til langhlauparans unga....bara flott
Ásta Huld (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 18:59
Flottur hópur ;0) Hefur greinilega verið mikið fjör.
Gígja (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 19:47
Ánægð með Hallgrím að skella sér með mömmu gömlu. Nei, meina ungu!! Ég kem með annað af mínum afkvæmum næst :-)
Sigrún (IP-tala skráð) 14.6.2010 kl. 21:25
Þetta var gaman hjá okkur og Hallgrímur ekkert smá flottur á endasprettinum. Nú er hann orðinn húkkt á Gullsprettinum eins og Alfreð, ég get alveg sagt þér að þú munt verða á Laugarvatni þessa helgi næstu 10 árin amk
Agga, 15.6.2010 kl. 09:36
þið eruð dasemd! Hallgrímur ekkert lítið duglegur! Pottþétt orðinn húkkt eins og mamman
Linda Björk (IP-tala skráð) 15.6.2010 kl. 22:26
Já nú ertu farin að safa "með Hallgrími í vatninu eftir hlaup myndum" eins og Agga. Ég er smituð og mæti næst.
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 17.6.2010 kl. 00:04
Já Ásta þú ert sko algjört Gull
Inga (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 04:43
Akkuru fór þetta blogg alveg fram hjá mér? Til hamingju með allt!
Sóla (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.