Svíþjóð búin, Legoland búið, 5 tindar búnir, Blóðbankinn búinn, blóð búið.

Jæja, við erum komin aftur til landsins í öskuna og óræktina í garðinum.

Svíþjóðarferðin var æðisleg, mikið skoðað og allir skemmtu sér súpervel, ekki síst fallegu grænu flugurnar með löngu lappirnar sem stungu mig í gegnum hlaupabuxurnar eins og þær væru í akkorði.

Hér er fín mynd af afrakstri þessara krútta.

124

Ég hætti sem sagt að telja þegar ég var búin að finna 50 hlussubit um líkamann. 

Annars var þetta bara súperdúpergóð ferð.

Hér er mynd af dásamlegu gestgjöfunum og drengjunum mínum fjórum úr útsýnisferð í Gamla Stan sem endaði með flótta undan þrumum og eldingum.

197

Við fórum svo í Legoland og þar var aldeilis frábært, fórum meðal annars í fjórvíddarbíó þar sem sprautað var á okkur vatni, slími og snjó auk þess sem við fundum lykt og vind.

Ásta litla fékk líka útrás fyrir keppnisskapið í slökkviliðsbílunum sem endaði með því að við gjörsigruðum alla andstæðinga, hvort sem þeir voru 5 ára eða fimmtugir;)

Á leiðinni aftur til Stokkhólms kíktum við á Benný spenný sem býr í frímerki í Malmö, ótrúlega gaman að sjá hana þótt stutt væri.

Heim komum við svo á fimmtudaginn og á laugardaginn var svo 7 tinda hlaupið.  Ég fór reyndar bara 5 tinda og 34 km og lenti í mínu hefðbundna magaveseni svo ég varð að skilja ýmislegt eftir uppi á 4. tindinum.  Þetta var annars súperskemmtilegt hlaup og skemmst frá því að segja að Vala vann 7 tindana og Agga 5 tindana og Sigrún varð í 3. sæti svo þetta var rosagóður Glennuárangur.

Í morgun gaf ég svo blóð og hjólaði um bæinn þveran og endilangan.  Í Blóðbankanum fékk ég þetta fína teygjubindi svo ekki færi að leka blóð um allt en eftir stuttan hjólatúr fannst Ástu þetta nú bara vera pjatt og reif af sér skærbleika teygjubindið, hjólaði svo í Bónus og þegar út kom fór dökkrautt blóðið að skvettast um alla gangstétt og fólk horfði forviða á og hugsaði með sér að þessir sprautufíklar væru nú farnir að vera út um allt.  Sem betur fer aumkvaði einhver kona sig yfir mig og náði í bréf til að binda um handlegginn því ég þorði ekki að fara aftur inn í búðina og láta blóðið sprautast um allar hillur og kann ég þessari konu miklar þakkir fyrir;)

Nú er það garðvinna, mannauðsstelpnahittingur og svo matarboð.

Góðar stundir

Bloody Ásta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ohh, láttu ekki líða yfir mig!!!

Guðrún (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 21:41

2 identicon

Hahahahahaha

Júlíana (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 13:02

3 identicon

hahahah það er alltaf svooo rólegt og lítið að gerast hjá þér :) Eins gott að þér blæði ekki út í Bónus (ppsst má ennþá segjast versla þar? Verða ekki allir kreisí heima :/ )

Linda Björk (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 14:59

4 identicon

uhh á ekki að taka það rólega eftir blóðgjöf ... já nei þeir sem þiggja blóðið eiga að taka það rólega eða hvað ??' knús á þig.....

Stefanía (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 17:06

5 identicon

Við getum þá hætt að dna-greina það sem við fundum á tindunum, ég læt bæjastjórann vita hver á þetta.

Annars er ég lifandis fegin að þér blæddi ekki út í Bónus. Reyndu nú að nota blóðið sem þú átt og ekki dreifa því um allar jarðir (eins og öðrum afurðum frá þér)

vala (IP-tala skráð) 8.6.2010 kl. 22:34

6 identicon

Viðskiptavinur í Bónus hafa örugglega haldið að þú værir að mótmæla blóðtöku útrásarvíkinga með því að láta blóð þitt leka í búðinni. Þú ert nú orðin svolítið öfgafull í mótmælunum :)

Berglind (IP-tala skráð) 9.6.2010 kl. 12:51

7 identicon

Já auðvitað, ég var að mótmæla, ég áttaði mig bara ekki á því sjálf, ég er sko búin að vera svo lengi erlendis

Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2010 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband