Sjúklega skemmtilegt í Solna

Hér höfum við fjölskyldan það alveg dásamlegt hjá Ingu og Óla og börnum sem öll eru höfðingjar heim að sækja.  Ég hleyp á morgnana, stundum með Steina, stundum með Ingu og stundum ein.  Fór á frábæra æfingu með Ingu á mánudaginn sem innihélt hlaup, þrekæfingar og spretti í skóginum en eini gallinn var að það voru ógeðslegar flugur í skóginum sem stungu eins og þeim væri borgað fyrir það svo nú er ég með 50 bit and counting og svaf nánast ekkert í nóttAngry

Við erum búin að vera dugleg að sækja söfn, fórum á náttúrusögusafn, á Skansen (sem er dýragarður og Árbæjarsafn sett saman), Vasasafnið og í gær fórum við á rosalega flott sædýrasafn.

Í dag fórum við í bíltúr og fórum í flottasta minigolf sem við höfum farið í og gekk það súpervel nema hjá tapsára millistykkinu sem þoldi ekki að vera ekki í fyrsta sæti allan tímann og lagðist þá á brautirnar og grét fögrum tárumTounge

Á morgun er það bæjar og tívolíferð, svo undirbúningur fyrir Eurovision og á sunnudaginn förum við í Legoland og verðum þar í þrjá daga.

Kveðja frá Sverige,

Ásta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er þetta? Ég hélt ég væri löngu búin að kommenta á þetta blogg. Hvurslags eiginlega rugludallur get ég verið? Mikið er gaman að sjá hvað þið skemmtið ykkur vel og mikið mikið langar mig til úgglanda með allt liðið. Við Inga höfum nú alltaf verið nánar. Heldurðu að hún taki ekki bara á móti mér og mínum næst??

Sóla (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband