16.5.2010 | 08:44
Rólegheit í Wetzikon
Nú sit ég í herberginu mínu (reyndar herbergi litlu frænku) og afrita viðtöl af miklum móð fyrir ritgerðina mína á meðan mamma er í sturtu og heimilisfólkið er á körfuboltamóti.
Við höfum það rosalega gott hérna, reyndar leiðindaveður, rigning og kalt.
Við erum sem sagt í litlu þorpi, ca 20 þúsund íbúar, sem heitir Wetzikon og er rétt hjá Zürich. Hér er mjög gott að vera og fínt að hlaupa þótt mig vanti reyndar betri brekkuæfingar en held ég sé búin að finna eina leið sem ég ætla að prófa á morgun. En maður saknar hlaupafélaganna, ferfættra sem tvífættra því þótt engisprettur og froskar séu krútt eru þau ekki eins góðir ferðafélagar.
Við höfum verið að fara í smáferðir um nágrennið, fórum á æðislegan stað á fimmtudaginn sem er með allt fullt af hrikalega góðu grænmeti, ávöxtum, víni og ostum og lítinn veitingastað þar sem við fengum hrikalega góðan ferskan aspas og besta eplasafa sem ég hef smakkað, eins og að drekka djúsí epli (sem við vorum auðvitað að gera).
Á föstudaginn fórum við til Luzern sem er rosalega falleg borg og fórum í siglingu á litlu veitingahúsi um vatnið þar við og í gær vorum við svo á rölti um Zürich og fórum meðal annars í turninn hans Jules Verne (sem hann byggði örugglega sjálfur) og þaðan er sjúklega flott útsýni og svo skoðuðum við Þjóðminjasafnið.
Í dag er planið að fara til San Moritz og í vikunni ætlum við í Svartaskóg og í sirkus. Tilvitnun, hver sagði þetta:"Sirkús, mér hefur alltaf fundist svo gaman að fara í Sirkús!"
Kveðja frá Sviss
Ásta Ostur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mmmmm...næs hjá ykkur mæðgum :-)
Sigrún (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 14:27
Neí, ég kannast ekki við þessa tilvitnun en líklega er þetta úr áramótaskaupinu '85 eða af Halla og Ladda disknum '75. Eða kannski bara úr Pöddulífi? Mér þykir mjög leiðinlegt að hafa þetta ekki á hreinu. Skýt samt á Pöddulíf.
Annars sakna ég Ástu Ostí svo mikið að ég þarf líklega að fara í ostíopatíu.
Sóla (IP-tala skráð) 16.5.2010 kl. 22:33
Já, mjöööööög næs:)
Ég ætla að gefa smáséns á fleiri tilvitnanasnillingum áður en ég gef þetta upp en sérlega góð gisk Sóla
og tíhíhíh, ostíópatía
Ásta (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 16:53
Við Jakob skjótum á Línu Langsokk.
En manstu ekki eftir Sjúkrahúsinu í Svartaskógi, það voru skemmtilegir þættir...
vala hvala (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 20:38
Og verðlaunin, fingurkoss frá Sviss, fær fjölskyldan í M9, glæsó Vala
Júhú, ég man eftir þeim.
Ásta (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 09:59
Jess, alltaf gaman að vinna eitthvað, fingurkossinn er kominn, takk.
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 18.5.2010 kl. 13:44
Hahaha "sjúkrahús í Svartaskógi" = Schwarzwaldklinik. Þurfti að lesa það 3x til að fatta. Fyndin, mér fannst það líka skemmtilegt á sínum tíma ;)
Corinna (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.