9.5.2010 | 07:45
Á leið í SVeit í stað SViss, lítill munur;)
Akkúrat núna átti ég að vera á leið til Sviss með mömmu og Alla frænda en sökum öskufalls er lokað í Keflavík út af einhverju eldgosi, man ekki hvaða, og þess vegna erum við í staðinn á leið í sveitaferð með leikskólanum og erum mjög spennt. Mér finnst þessar sveitaferðir algjör snilld!
Annars er það af okkur að frétta að Hallgrímur unglingur er í Vestmannaeyjum á landsmóti skólahljómsveita og er það mikið stuð að því að mér skilst, vakað fram eftir, ball í gærkvöldi og mikið spilað.
Skólanum fer að ljúka hjá mér, ég fór yfir öll prófin mín á skrilljón vegna utanferðarinnar en verð þó með vinnuna með mér út og ætla að vinna á morgnana áður en við förum eitthvað út úr húsi.
Ég verð líka einhleyp á meðan, þ.e. hleyp ein og án Glenna og Laugaskokks sem þýðir að með vaxandi Laugavegsálagi verð ég að vera dugleg að finna mér einhverjar svissneskar Esjur til að hlaupa upp svo ég missi ekki dampinn. Annars fór ég í mitt fyrsta hlaup síðan í Boston og síðan sköflungsdramað reið yfir og var það mikill áfangi því ég var orðin skíthrædd við að fara í einhver hlaup eftir þetta. En eftir að Steini og Agga höfðu lagt hart að mér alla vikuna lét ég slag standa og dreif mig með. Þetta var hið súperskemmtilega Icelandairhlaup og var planið að láta sér líða vel allan tímann og koma glaður í mark án þess að vera með æluna í hálsinum. Það tókst svona líka vel og þrátt fyrir að þetta væru bara 7 km var þetta bara heilmikill sigur fyrir litlu gunguna.
Ég fór svo 26 km í gær í dásemdarveðri, fékk bara lit og alles og voru 19 km í fylgd með Sólu bólu sem er öll að koma til eftir hásinameiðslin og gátum við unnið upp heilmikið spjall á leiðinni
En nú er best að reyna að leysa gátuna, hvernig kemurðu 81 inn í rútu fyrir 70 manns og verður það sjálfsagt lítið mál
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vona að þú komist til Sviss áður en langt um líður. Góða ferð!
Berglind Rúnars. (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 23:36
ertu farin eða ekki?
Ég mun fylgjast mjög náið með þér á dagbókinn, eins gott að þú svitnir þarna úti
vala (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 19:47
Til hamingju með að vera komin aftur í keppnisham :)
Hvar í Sviss verðurðu? Ég er búinn að vera í Lausanne núna tvisvar með stuttu millibili - flott umhverfi en endalausar brekkurnar henta ekki mínum núverandi þyngdarflokki. :(
Jens (IP-tala skráð) 11.5.2010 kl. 11:41
Er komin til Wetzikon sem er svona Kópavogur Zurich, er að fara að kanna skógarstígana núna, shit, held ég týnist;) Ég lofa að reyna að svitna og af öðru en hræðslu
Gott að vita samt að þú sért lifandi Jens, ætlarðu ekki að koma Laugaveginn með okkur?
Ásta (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 07:00
Gott að fá smá frí frá þér svo ég nái að jafna mig af nýju hlaupameiðslunum. Annars bara sakn sakn og vertu dugleg að hlaupa svo þú massir Laugaveginn!
Sóla (IP-tala skráð) 12.5.2010 kl. 23:13
Já, viltu að ég panti mér aðra ferð strax á eftir svo þú fáir lengri hvíld? Bíddu, ég er búin að því
Ásta (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.