25.4.2010 | 14:04
Fínasta íþróttahelgi
Ég byrjaði á hlaupi í gærmorgun eftir að hafa tekið ákvörðun um að vera ekki í nógu góðu formi til að hlaupa með í Vormaraþoninu. Svo klúðraði ég massamikið með því að tala ekki við Sólu bólu af því ég hélt hún væri ekki vöknuð svo við vorum einhleypar og einmana hvor í sínu lagi. Ég hljóp sem leið lá vestur í bæ og mætti fullt af súpergóðum hlaupurum, Björn Margeirs var þar fremstur í flokki en hann sigraði í sínu fyrsta maraþoni og lauk hlaupinu á 2:38 sem er náttúrulega fáránlega góður árangur.
Svo hitti ég íðilfagra vatnsbera við Ægisíðu og eftir orkuhleðslu hjá þeim hljóp ég um vesturbæinn og svo á móti hálfmaraþonsfólkinu. Agga, Guðrún, Munda, Svava og skrilljón aðrir Laugaskokkarar og svo auðvitað Eva og Þórólfur stóðu sig rosalega vel, Agga hin nýborna gerði sér lítið fyrir og bætti besta tímann sinn í hálfu.
Ég var svo stressuð þegar Agga var að koma í mark að myndatökur fóru fyrir ofan garð og neðan en hér eru tilraunirnar til að taka myndir af henni:)
Greinilega gæðaljósmyndari hér á ferð
Svo gafst ég bara upp og tók eina af henni þar sem hún þóttist hlaupa og það tókst betur.
Sko, fínasta mynd.
Svo var það að bruna heim því Hallgrímur var að keppa í fótbolta og gekk súpervel, þeir unnu Hauka 2-1.
Í morgun var það svo Skaginn og mót þar og gekk liðinu hans Benedikts rosalega vel, gerðu eitt markalaust jafntefli og unnu hina tvo svo nú eru bara allir glaðir.
Kv.
Ásta íþróttaálfur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg hreint frábær myndataka!
Sóla (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 15:14
Hahahahaha... Agga er náttúrulega á svo mikilli siglingu að hún festist ekki á mynd. Takk fyrir móttökurnar í markinu.
Guðrún (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 18:04
Mér finnst ég myndast einstaklega vel á mynd nr 2 En takk fyrir hlaupið kjánalína, það var gaman að mæta ykkur Snata í Öskjuhlíðinni.
Agga, 26.4.2010 kl. 09:43
Verði þér að góðu Agga, ég ætla að gerast hirðljósmyndari þinn núna
Já, það er auðvitað hraðanum að kenna Guðrún, alls ekki hæfileikum mínum sem ljósmyndara. Takk fyrir þetta:)
Ásta (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 10:04
þetta eru frábærar myndir. Hrikalegt að missa af öllum æfingum með ykkur
Hólmfríður Vala Svavarsdóttir, 4.5.2010 kl. 21:32
Iss, þú værir nú ekki mikið á æfingum með okkur vinan, miðað við Esjuna hjá þér á föstudaginn, þú þarna litla fjallageit!
Ásta (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.