Sólarglennan

Jæja, nú ætlar Sóla að hætta allri ímyndunarveiki og byrja að hlaupa aftur og þess vegna kom hún með á Laugaskokksæfingu í morgun.  Ég kláraði tæpa 24 km í morgun, þar af 13km með Sólu og einhvern hluta af því með Sigrúnu og fleiri flottum Laugaskokkurum.  Gott að fá Sólu aftur og ágætt að sleppa mjög svo ógirnilegu Flóahlaupinu sem verður í dag þrátt fyrir að hlaðborðið þar sé ævintýralega flott.  Ókei, ég viðurkenni að ég er raggeit og heigull og vond vinkona við Öggu að hafa hætt við hlaupið en Agga verður bara að standa vaktina fyrir okkur og ná undir 45 mínútur, annað er auðvitað ekkert annað en aumingjagangurWink

betrimynd 

Í tilefni af því að við erum búnar að heimta Sólu aftur úr meiðslum er ekki úr vegi að setja þessa fínu gömlu hlaupamynd af okkur hér. Hún á eftir að vera sér, fjölskyldu sinni, Glennum og Laugaskokki til sóma á þessum vettvangi eins og svo oft áður.

Annars standa stórframkvæmdir fyrir dyrum hjá okkur um helgina því fyrir utan frestað páskaboð fjölskyldunnar sem við verðum með hérna á morgun þá er verið að breyta bílskúrnum í hobbýherbergi.  Strákarnir eru nú á fullu að laga til í bílskúrnum og ætla að gera hann flottan og fínan svo hægt sé að horfa á boltann í lazyboy stólunum frá mömmu og spila tölvuleiki og billjard því strákarnir eru búnir að safna sér fyrir billjardborði. Það er því mikil spenna í gangi og ég vona að þetta fari allt vel því mér er bannaður aðgangur, þetta verður þeirra yfirráðasvæði þótt ég fái aðeins að kíkja öðru hvoru.  Ég nýti þá bara daginn til þrifa og undirbúnings veislunnarTounge

Kv.

Ásta

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nau nau...bara sér blogg um mig! Ég vil bara þakka þér kærlega fyrir góða samfylgd.  Það þarf mikla þolinmæði til þess að hlaupa hægt í rigningu og roki með bandóðan hund í bandi (þar af leiðandi band-óður).  Ég veit nú ekki hvort ég er komin til að vera en það má alltaf leyfa sér að vera bjartsýnn og vona það besta! Hlakka svo til að skora á þig í billjard - ef strákarnir hleypa mér inn!

Sóla (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 18:17

2 Smámynd: Agga

Já, það verður gott að fá Sóluna aftur á æfingar. Við söknuðum þín Flóanum og þú misstir af eðalpönnsum. Mætir næst.  kv auminginn ;)

Agga, 12.4.2010 kl. 08:09

3 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Nei sko, bara allir að fara yfir á Moggabloggið!

Júlíana Ingveldardóttir, 12.4.2010 kl. 14:02

4 identicon

Nei Júlla litla komin:)

Já, hlakka til að fá ykkur í billjardmót.

Næsta ár fjölmenna Glennur í Flóann.

Ásta (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 20:55

5 identicon

Það fá engar kellingar að koma í karlastofuna.

Kallinn (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 22:09

6 identicon

Vertu stilltur drengur, annars færðu ekkert að hafa lazyboy stólana mína, Sóla má koma þegar hún vill! Svo er hún nú líka frekar karlmannleg

Ásta (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 09:23

7 Smámynd: Júlíana Ingveldardóttir

Ég trúi ekki að þú hafir kallað mig ,,Júlla"...

Júlíana Ingveldardóttir, 13.4.2010 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband