6.4.2010 | 09:54
Að valta yfir vini sína
Kannski ekki valta yfir þá en alla vega keyra á þá.
Við fórum að skoða gosstöðvarnar á laugardaginn og fórum í samfloti með Öggu og fjölskyldu. Þegar inn í Fljótshlíð kom brá Steini sér í leiðsögumannshlutverkið og lýsti öllu sem fyrir augun bar fyrir strákunum á meðan ég gerði vísbendingar fyrir páskaratleikinn. Þegar kom að litlum flugvelli urðu allir drengirnir mjög áhugasamir og skoðuðu vélakostinn vel og vandlega á meðan ég einbeitti mér að ratleiknum. Á þeim vegakafla lauk malbiki og við tók möl. Þar ákvað ofurvarkár bílstjóri á litlum bíl að best væri að stöðva bílinn svo allir þeir sem á eftir komu þurftu að nauðhemla en þar sem Steini var að horfa á flugvélar og ég að skrifa vísbendingar (svo þetta er að sjálfsögðu mér að kenna af því ég átti að vara Steina við) keyrðum við beint á Öggu og Andra bíl. Sem betur fer tókst Steina að beygja aðeins svo það var bara afturljósið hjá Öggu og co sem skemmdist en fíni jeppi tengdapabba þarf aðeins meiri viðgerð
En sem betur fer meiddist enginn og ferðin var súperfín að öðru leyti.
Páskahelgin var svo alveg sallafín fyrir utan þetta óhapp. Við fórum í sund og heimsókn til mömmu á föstudaginn langa. Á páskadag hlupum við hjónin á Esjuna eftir hefðbundna páskaratleiki og komumst að því að ég er miklu betri en hann á uppleiðinni en hann miklu betri en ég á niðurleiðinni. Svo hjóluðum við í Húsdýragarðinn með strákana og í sund og svo heim og héldum litlu-páska með tengdapabba en aðalpáskaveislan verður um næstu helgi þegar Halla og Biggi koma heim frá Kanarí.
Í gær var það hefðbundið morgunhlaup og svo var farið á "Að temja drekann sinn" sem okkur fannst frábær fjölskylduskemmtun og ég náði meira að segja að fella nokkur tár, aldrei þessu vant, en náði að fela þau undir þrívíddargleraugunum
Morgunhlaupið núna var mjög þreytulegt og er víst ekki hægt að kenna veðrinu um það.
Hér eru svo nokkrar myndir frá páskahelginni.
Agga og Andri við gosið (litli depillinn í fjarska, við fórum svo reyndar nær)
Alfreð, Eyrún, Anton, Hallgrímur, Benedikt og Aðalsteinn.
Gosið fína
Allir búnir að finna fínu eggin sín og spenntir að byrja að háma þau í sig.
Í Níðhöggi, Benedikt í sinni fyrstu ferð.
SápukúluAðalsteinn.
Og svo er það vinnan:)
Kv.
Ásta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, það verður langt þangað til við förum með ykkur í bíltúr næst
..... nei grín, þetta slapp allt vel, takk fyrir ferðina 
Agga, 6.4.2010 kl. 13:01
Mikið svakalega ertu dugleg að blogga á nýja fína blogginu þínu! Áfram áfram!
Sóla (IP-tala skráð) 6.4.2010 kl. 22:21
Já, takk sömuleiðis Agga, lofa að reyna að passa að bömpa ekki á þig aftur.
Takk Sóla bóla, nú koma bloggfærslurnar bara á færibandi.
Ásta (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.