Nýtt blogg, sama lífið:)

Já, ég nennti ekki myndaruglinu í tengslum við blogcentral svo ég ákvað að færa mig.

 Smáupdate frá síðustu færslu.

Við fórum norður á skíði og áttum alveg frábæra helgi þrátt fyrir fimbulkulda og blindbyl alla dagana.

Aðalsteinn fór í skíðaskóla tvo daga og stóð sig svakalega vel svo eftir þessa tvo morgna kom hann eldhress og sísyngjandi með okkur í stólalyftuna og niður allar brekkur eins og enginn væri morgundagurinn:)

Hallgrímur og Benedikt bættu heilmikið við sig og eru orðnir fínustu skíðakappar.

Sóla og Hjörtur komu með stelpurnar í mat til okkar á laugardeginum og við átum belju sem hafði verið send í bæinn en kom aftur með okkur norður.

Arnar og Ásta, Hranastaðabændurnir fínu, lánuðu okkur bæinn því þau voru í Reykjavík á meðan en komu svo heim á sunnudeginum svo við áttum einn skíðadag með þeim, þ.e. mánudag.

Svo var dregið í Páskahappdrætti HK á þriðjudag þannig að við þurftum að drífa í bæinn svo ég gæti verið viðstödd útdrátt hjá Sýslumanninum.

Á fimmtudaginn átti húsfrúin svo afmæli og það var nú aldeilis snilldarafmælisdagur.  Hann byrjaði með hlaupi, ég hljóp sem sagt 1. aprílWink Á miðri leið hringdi Inga frá Svíþjóð og svo stubbarnir mínir sem sungu afmælissönginn fyrir hlaupandi mömmuna.  Þegar ég kom heim var ég sett í ratleik, hannaðan af strákunum og hljóp ég um allt hús til að finna rosafínt hálsmen sem þeir gáfu mér ásamt síðum nærfötum sem ég hlakka mikið til að nota.

Vinir og fjölskyldag komu í morgunkaffi og svo fórum við í fermingu um miðjan daginn.  Eftir hana fórum við í bíltúr niður í bæ sem endaði með því að við fórum út að borða á nýjum stað við höfnina sem heitir Piri Piri og er portúgalskur kjúklingastaður.  Maturinn var mjög góður en það besta við staðinn var aðstaðan fyrir börn því það var risastórt herbergi með alls konar leiktækjum og skemmtilegheitum svo ég mæli með því að fólk kíki þangað, sérstaklega þar sem börnin borða frítt um páskana (þetta segi ég alveg ókeypis, fékk engar prósentur frá staðnum:) ) Í lokin var það ísbíltúr svo það var borðað vel á afmælisdaginn.

Í kvöld ætlum við að kíkja á gosstöðvarnar og erum mikið spennt.

Hér er svo smámyndasýning tengd síðustu dögum, sérstaklega að norðan.

001

Aðalsteinn á skautum með bekknum hans Benedikts.

004

Strákaafmæli fyrir Kára, vin Benedikts og bestu vinina í kring.

009

Aðalsteinn í skíðaskólanum.

021

Það var kaaaaalt í Hlíðarfjalli.

034

Aðalsteinn kominn af stað sjálfur.

037

Fjölskyldan öll komin upp í stólalyftunni, kallið mig bara frú Valla:)

060

Snati og nýja vinkonan, Freyja Vizla með Daníel og Hallgrími.

 Kv.

Ásta

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott nýja bloggið :) Og gott að afmælisdagurinn var svona góður! ;)

Rannveig Iðunn (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 20:55

2 identicon

Frábærar myndir af ykkur öllum. Hvað varð um fínu ruslagallana? Luv, S

Sigrún (IP-tala skráð) 3.4.2010 kl. 21:13

3 identicon

Já Sigrún, þetta er að koma, drengirnir komnir með hjálm og allt að komast í réttar skíðaskorður, ég þótti samt líkjast austur-evrópskri kerlingu þarna.

Ásta (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband