Færsluflokkur: Bloggar
29.6.2010 | 10:32
Órækt:(
Þegar ég var lítil í Fossvoginum þá vorum við krakkarnir mikið í leikjum neðst í dalnum. Við eina götuna stóð hús (og stendur enn) sem státaði af alveg sérlega fallegum og snyrtilegum garði. Þar var gosbrunnur, höggmynd í miðjum garði og blóm út um allt.
Í húsinu sem garðurinn tilheyrði bjó maður sem mér fannst ævagamall þá en hefur eflaust ekki verið svo gamall þá. Honum þótti greinilega vænt um garðinn sinn enda hugsaði hann ótrúlega vel um hann. Þegar við vorum hlaupandi milli húsanna, oft með bolta í höndunum, skammaði hann okkur iðulega því hann var hræddur um að boltinn færi í blómabeðin sín. Okkur fannst maðurinn ekkert sérlega skemmtilegur og vorum frekar hrædd við hann enda skildum við ekki kannski þessar áhyggjur sökum ungs aldurs.
Í gegnum árin hef ég hlaupið oft og iðulega framhjá húsinu og alltaf hugsa ég hlýlega til gamla mannsins og fallega garðsins því alltaf er honum haldið jafnvel við og eftir að ég eignaðist garð sjálf og gerði mér grein fyrir vinnunni sem þarf að liggja að baki, skildi ég manninn betur og dáðist sífellt meira að garðinum og eigandanum (eflaust hefur konan hans tekið virkan þátt líka en ég sá hana aldrei).
Nýlega var ég að hlaupa framhjá húsinu og sá þá að ekki hafði verið slegin grasflötin. Það var ekki búið að setja niður stjúpur neins staðar, frekar en önnur falleg blóm, og ekkert hafði í raun verið gert fyrir garðinn. Ég stoppaði og leit á húsið og sá þá að þar stóð allt tómt. Fólkið var greinilega flutt.
Nú stend ég mig að því að hugsa aftur og aftur til gömlu hjónanna sem ég veit ekkert hvað hefur orðið af og finn að ég sakna þeirra og fallega garðsins en vona að þeim líði vel þar sem þau eru núna og þakka þeim fyrir að hafa lífgað upp á umhverfið þessar áraraðir og vona að þeir sem kaupa húsið standi sig eins vel í garðræktinni.
Kv.
Ásta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.6.2010 | 11:13
Sigurvíma
Jæja, Skagamótið gekk súperdúpervel.
Strákarnir sögðu í fyrra eftir mótið þá að þeir ætluðu sér að vera í A liðinu á þessu ári og vinna efstu deildina og verða þannig Skagamóts (Norðurálsmóts) meistarar. Það voru því miklar væntingar og kvíðnir foreldrar þegar nálgast tók mótið.
Benedikt og félagar hafa staðið sig rosa vel en við vissum líka að mörg önnur lið eru að standa sig rosalega vel og vorum skíthrædd um hvað gerðist ef sigurvissu fótboltasjúklingarnir okkar myndu svo tapa öllu.
Þetta gekk svo bara framar öllum vonum og eftir að vinna allt fyrsta daginn komust þeir í efstu deildina á laugardeginum. Fyrsti leikurinn þá gekk mjög vel en eftir að hafa legið í sókn og verið 2-1 yfir nánast allan leik nr. 2 misstu þeir leikinn í jafntefli á lokamínútunni og eftir það lágu allir metnaðarfullu strákarnir okkar grátandi í grasinu, nánast óhuggandi eftir jafnteflið. Þeir unnu svo hina leikina tvo en áttu eftir leik á sunnudagsmorguninn og ef þeir ynnu hann eða gerðu jafntefli myndu þeir fá bikar en ef þeir töpuðu yrðu þeir í öðru sæti. Við ræddum um jafnteflið og að fyrst þeir hefðu allir grátið úr sér augun eftir það þá vildum við varla hugsa til þess hvernig ástandið yrði á þeim ef þeir töpuðu á sunnudeginum:)
Svo fór þó ekki og þeir fengu bikar. En þeir voru ekki einu HK ingarnir sem fengu bikar því E liðið fékk líka bikar, D liðið varð í 2. sæti og bæði F liðin urðu í 3. sæti. Til að kóróna allt saman fékk HK svo háttvísisverðlaunin sem veitt eru af dómurum fyrir góða framkomu innan vallar. Þetta var því alveg hreint frábært mót, allir svo kátir og glaðir og frábær stemmning hjá súpergóðum þjálfurum, foreldrum, fararstjórum og öllum liðum og svo þessi líka flottu verðlaun í lokin. Við erum því enn í sigurvímu yfir þessu öllu saman.
Nokkrar myndir
Hér eru Benedikt, Kristján Pétur, Daníel Breki, Tómas Orri og Hallgrímur eftir 17. júní hlaupið á Kópavogsvelli en þar stóðu þeir sig allir súpervel, Daníel í 2. sæti og Hallgrímur í 4. sæti en Benedikt datt í upphafi hlaups og kom allur krambúleraður í mark. Tómas Orri sem er nýorðinn fjögurra ára, gerði sér lítið fyrir og fór tvo hringi:)
Hér er amma Anna í stuði á Rútstúni rétt fyrir vöffluveisluna miklu sem hún bauð okkur í.
Björg hin danska, Sóla og Sigrún Björk í stuði á Rútstúni.
Benedikt, Steini og Hallgrímur bíða í ofvæni eftir skrúðgöngunni, enda skrúðgöngusjúkir.
Í fullri action, Benedikt alveg að fara að verja. Stressaðir foreldrar í bakgrunni.
Útspark.
Eftir að titillinn var í höfn, mikil gleði.
A1 liðið að leikslokum með þjálfurum.
Flotti HK hópurinn með þjálfurum.
Næsta mál á dagskrá er svo N1 mótið á Akureyri hjá Hallgrími og erum við mikið farin að hlakka til þess.
Kv.
Ásta soccermum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.6.2010 | 16:51
Æðislegur Gullsprettur og Skagamót á næsta leiti
Jæja, þá er maður búinn að prófa Gullsprettinn og ekki urðum við vonsvikin.
Eftir 5 tindana og blóðgjöf á mánudag er ég búin að vera eins og drusla, illt í maga, höfði, svimar og það sem er verst, líður ömurlega á hlaupum.
Ég ákvað því að Gullspretturinn yrði farinn með Hallgrími og á hans hraða. Hann hafði aldrei hlaupið lengra en 5 km og langaði að prófa þetta. Á laugardagsmorguninn vaknaði ég eins og alla aðra daga í vikunni, með magaverk og leiðindi en Hallgrímur sá um stressið fyrir okkur mæðginin og alla leiðina austur var hann alveg að tapa sér úr stressi og spennu. Við ákváðum að við vildum ekki vera síðust en metnaðurinn náði ekki lengra. Ég sagði honum þó að Alfreð Ögguson hefði verið á 55 mínútum í sínum fyrsta Gullspretti en fannst hann ekkert hugleiða það frekar. Ég gerði því ráð fyrir að við tækjum í þetta svona 80-90 mínútur og var bara sátt við það.
Það var auðvitað dásemd að koma austur og uppgötva að maður þekkti 80 % af keppendum auk þess sem aðalmyndatökumaðurinn var hún Kristveig samkennari minn og í ljós kom að hún á þetta hlaup með tveimur vinkonum sínum því þær voru beðnar að skipuleggja eitthvað svona fyrir 6 árum sem þær og gerðu.
Svo var lagt af stað og við fórum okkur engu óðslega. Mýrarnar voru skemmtilegar og árnar ekki síðri og vorum við orðin forug upp að mitti eftir innan við 1 km.
Ég spurði Hallgrím alltaf öðru hvoru hvernig honum liði og hvort við færum of hægt eða of hratt og hann var bara nokkuð sáttur en svolítið móður.
Við drykkjarstöðina fann ég að minn maður var svolítið þreyttur svo við gengum á meðan við innbyrtum vatnssopann og héldum svo aftur af stað. Þegar ca 2 km voru eftir náðum við 16 ára strák sem hafði farið öll hlaupin og hann var okkur samferða að hverunum. Þá allt í einu tók minn maður undir sig stökk, ég sem hafði haldið að hann væri alveg búinn á því, og tók þennan líka fína endasprett. Ég fylgdi svo í humátt á eftir, alveg að rifna úr stolti.
Þegar við komum í mark sagði hann strax:"Á hverju var Alfreð aftur?" Hann kláraði sem sagt á tæpum 57 mínútum og ég nokkrum sekúndum á eftir.
Agga gerði sér lítið fyrir og vann kvennaflokkinn og Alfreð vann mömmu sína, ótrúlega flott fólk.
Nú er hann ákveðinn í að fara í fleiri hlaup og vill fara að æfa reglulegar en áður svo mamman er alsæl með þetta.
Eftir hlaupið fengum við svo heitt hverabrauð með silungi, algjör sæla.
Hér eru nokkrar myndir.
Hér erum við mæðginin fyrir hlaup með Alfreð, Öggu, Eiríki Áka, Antoni og Eyrúnu.
Hallgrímur á sprettinum. Mamman rétt á eftir.
Mæðginin eftir hlaup. Þreyttur en alsæll stúfur.
Dásamlegt fólk, Agga, Pétur þjálfari og Hallgrímur horfa agndofa á Mundu þegar hún sýnir okkur hverabrauðið góða.
Rauðvínsleginn Ívar með Mundu og Hallgrími.
Sigurvegarinn fáránlega hógværi með gjafabréfið sitt.
Annars sit ég bara í tölvuherberginu, að drukkna úr HK göllum og HK tölvupóstum og er farin að hlakka til Skagamótsins um helgina.
Kv.
Ásta gull
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja, við erum komin aftur til landsins í öskuna og óræktina í garðinum.
Svíþjóðarferðin var æðisleg, mikið skoðað og allir skemmtu sér súpervel, ekki síst fallegu grænu flugurnar með löngu lappirnar sem stungu mig í gegnum hlaupabuxurnar eins og þær væru í akkorði.
Hér er fín mynd af afrakstri þessara krútta.
Ég hætti sem sagt að telja þegar ég var búin að finna 50 hlussubit um líkamann.
Annars var þetta bara súperdúpergóð ferð.
Hér er mynd af dásamlegu gestgjöfunum og drengjunum mínum fjórum úr útsýnisferð í Gamla Stan sem endaði með flótta undan þrumum og eldingum.
Við fórum svo í Legoland og þar var aldeilis frábært, fórum meðal annars í fjórvíddarbíó þar sem sprautað var á okkur vatni, slími og snjó auk þess sem við fundum lykt og vind.
Ásta litla fékk líka útrás fyrir keppnisskapið í slökkviliðsbílunum sem endaði með því að við gjörsigruðum alla andstæðinga, hvort sem þeir voru 5 ára eða fimmtugir;)
Á leiðinni aftur til Stokkhólms kíktum við á Benný spenný sem býr í frímerki í Malmö, ótrúlega gaman að sjá hana þótt stutt væri.
Heim komum við svo á fimmtudaginn og á laugardaginn var svo 7 tinda hlaupið. Ég fór reyndar bara 5 tinda og 34 km og lenti í mínu hefðbundna magaveseni svo ég varð að skilja ýmislegt eftir uppi á 4. tindinum. Þetta var annars súperskemmtilegt hlaup og skemmst frá því að segja að Vala vann 7 tindana og Agga 5 tindana og Sigrún varð í 3. sæti svo þetta var rosagóður Glennuárangur.
Í morgun gaf ég svo blóð og hjólaði um bæinn þveran og endilangan. Í Blóðbankanum fékk ég þetta fína teygjubindi svo ekki færi að leka blóð um allt en eftir stuttan hjólatúr fannst Ástu þetta nú bara vera pjatt og reif af sér skærbleika teygjubindið, hjólaði svo í Bónus og þegar út kom fór dökkrautt blóðið að skvettast um alla gangstétt og fólk horfði forviða á og hugsaði með sér að þessir sprautufíklar væru nú farnir að vera út um allt. Sem betur fer aumkvaði einhver kona sig yfir mig og náði í bréf til að binda um handlegginn því ég þorði ekki að fara aftur inn í búðina og láta blóðið sprautast um allar hillur og kann ég þessari konu miklar þakkir fyrir;)
Nú er það garðvinna, mannauðsstelpnahittingur og svo matarboð.
Góðar stundir
Bloody Ásta
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.5.2010 | 18:41
Sjúklega skemmtilegt í Solna
Hér höfum við fjölskyldan það alveg dásamlegt hjá Ingu og Óla og börnum sem öll eru höfðingjar heim að sækja. Ég hleyp á morgnana, stundum með Steina, stundum með Ingu og stundum ein. Fór á frábæra æfingu með Ingu á mánudaginn sem innihélt hlaup, þrekæfingar og spretti í skóginum en eini gallinn var að það voru ógeðslegar flugur í skóginum sem stungu eins og þeim væri borgað fyrir það svo nú er ég með 50 bit and counting og svaf nánast ekkert í nótt
Við erum búin að vera dugleg að sækja söfn, fórum á náttúrusögusafn, á Skansen (sem er dýragarður og Árbæjarsafn sett saman), Vasasafnið og í gær fórum við á rosalega flott sædýrasafn.
Í dag fórum við í bíltúr og fórum í flottasta minigolf sem við höfum farið í og gekk það súpervel nema hjá tapsára millistykkinu sem þoldi ekki að vera ekki í fyrsta sæti allan tímann og lagðist þá á brautirnar og grét fögrum tárum
Á morgun er það bæjar og tívolíferð, svo undirbúningur fyrir Eurovision og á sunnudaginn förum við í Legoland og verðum þar í þrjá daga.
Kveðja frá Sverige,
Ásta
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2010 | 08:44
Rólegheit í Wetzikon
Nú sit ég í herberginu mínu (reyndar herbergi litlu frænku) og afrita viðtöl af miklum móð fyrir ritgerðina mína á meðan mamma er í sturtu og heimilisfólkið er á körfuboltamóti.
Við höfum það rosalega gott hérna, reyndar leiðindaveður, rigning og kalt.
Við erum sem sagt í litlu þorpi, ca 20 þúsund íbúar, sem heitir Wetzikon og er rétt hjá Zürich. Hér er mjög gott að vera og fínt að hlaupa þótt mig vanti reyndar betri brekkuæfingar en held ég sé búin að finna eina leið sem ég ætla að prófa á morgun. En maður saknar hlaupafélaganna, ferfættra sem tvífættra því þótt engisprettur og froskar séu krútt eru þau ekki eins góðir ferðafélagar.
Við höfum verið að fara í smáferðir um nágrennið, fórum á æðislegan stað á fimmtudaginn sem er með allt fullt af hrikalega góðu grænmeti, ávöxtum, víni og ostum og lítinn veitingastað þar sem við fengum hrikalega góðan ferskan aspas og besta eplasafa sem ég hef smakkað, eins og að drekka djúsí epli (sem við vorum auðvitað að gera).
Á föstudaginn fórum við til Luzern sem er rosalega falleg borg og fórum í siglingu á litlu veitingahúsi um vatnið þar við og í gær vorum við svo á rölti um Zürich og fórum meðal annars í turninn hans Jules Verne (sem hann byggði örugglega sjálfur) og þaðan er sjúklega flott útsýni og svo skoðuðum við Þjóðminjasafnið.
Í dag er planið að fara til San Moritz og í vikunni ætlum við í Svartaskóg og í sirkus. Tilvitnun, hver sagði þetta:"Sirkús, mér hefur alltaf fundist svo gaman að fara í Sirkús!"
Kveðja frá Sviss
Ásta Ostur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.5.2010 | 07:45
Á leið í SVeit í stað SViss, lítill munur;)
Akkúrat núna átti ég að vera á leið til Sviss með mömmu og Alla frænda en sökum öskufalls er lokað í Keflavík út af einhverju eldgosi, man ekki hvaða, og þess vegna erum við í staðinn á leið í sveitaferð með leikskólanum og erum mjög spennt. Mér finnst þessar sveitaferðir algjör snilld!
Annars er það af okkur að frétta að Hallgrímur unglingur er í Vestmannaeyjum á landsmóti skólahljómsveita og er það mikið stuð að því að mér skilst, vakað fram eftir, ball í gærkvöldi og mikið spilað.
Skólanum fer að ljúka hjá mér, ég fór yfir öll prófin mín á skrilljón vegna utanferðarinnar en verð þó með vinnuna með mér út og ætla að vinna á morgnana áður en við förum eitthvað út úr húsi.
Ég verð líka einhleyp á meðan, þ.e. hleyp ein og án Glenna og Laugaskokks sem þýðir að með vaxandi Laugavegsálagi verð ég að vera dugleg að finna mér einhverjar svissneskar Esjur til að hlaupa upp svo ég missi ekki dampinn. Annars fór ég í mitt fyrsta hlaup síðan í Boston og síðan sköflungsdramað reið yfir og var það mikill áfangi því ég var orðin skíthrædd við að fara í einhver hlaup eftir þetta. En eftir að Steini og Agga höfðu lagt hart að mér alla vikuna lét ég slag standa og dreif mig með. Þetta var hið súperskemmtilega Icelandairhlaup og var planið að láta sér líða vel allan tímann og koma glaður í mark án þess að vera með æluna í hálsinum. Það tókst svona líka vel og þrátt fyrir að þetta væru bara 7 km var þetta bara heilmikill sigur fyrir litlu gunguna.
Ég fór svo 26 km í gær í dásemdarveðri, fékk bara lit og alles og voru 19 km í fylgd með Sólu bólu sem er öll að koma til eftir hásinameiðslin og gátum við unnið upp heilmikið spjall á leiðinni
En nú er best að reyna að leysa gátuna, hvernig kemurðu 81 inn í rútu fyrir 70 manns og verður það sjálfsagt lítið mál
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2010 | 16:26
Ásta í sjálfsmorðshugleiðingum
Ég var að hlusta á fréttir í morgun á meðan morgunhlaupi mínu stóð. Í fréttum kl. 6 var sagt frá einhverri ægilega fínni rannsókn þar sem tekin var fyrir súkkulaðineysla og geðheilsa. Í þessari frómu rannsókn kom fram að ef þú borðar 120 gr af súkkulaði á mánuði sértu tiltölulega heil heilsu andlega. Ef þú borðar ca 210 gr af súkkulaði á mánuði þá ertu greinilega í frekar slæmu andlegu ástandi og ef þú borðar ca 320 gr af súkkulaði á mánuði (sem svarar til þriggja platna af síríus súkkulaði) þá ertu greinilega djúpt sokkin í þunglyndi.
Ég get því ekki dregið aðra ályktun af þessum niðurstöður en þá að ég sé í bullandi sjálfsmorðshugleiðingum. Ég er nánast fullviss þess að ég borði meira en 320 gr af súkkulaði á mánuði og fari létt með það. Ég er reyndar líka viss um að ef ég gerði það ekki væri ég örugglega mun vanheilli andlega en ella af því ég er á því að súkkulaði sé himnasending
Og hér er ég að borða, ægilega lukkulega, að vísu ekki með súkkulaði og væri örugglega enn hamingjusamari með það uppi í mér.
Kv.
Ásta súkkulaði
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.4.2010 | 14:04
Fínasta íþróttahelgi
Ég byrjaði á hlaupi í gærmorgun eftir að hafa tekið ákvörðun um að vera ekki í nógu góðu formi til að hlaupa með í Vormaraþoninu. Svo klúðraði ég massamikið með því að tala ekki við Sólu bólu af því ég hélt hún væri ekki vöknuð svo við vorum einhleypar og einmana hvor í sínu lagi. Ég hljóp sem leið lá vestur í bæ og mætti fullt af súpergóðum hlaupurum, Björn Margeirs var þar fremstur í flokki en hann sigraði í sínu fyrsta maraþoni og lauk hlaupinu á 2:38 sem er náttúrulega fáránlega góður árangur.
Svo hitti ég íðilfagra vatnsbera við Ægisíðu og eftir orkuhleðslu hjá þeim hljóp ég um vesturbæinn og svo á móti hálfmaraþonsfólkinu. Agga, Guðrún, Munda, Svava og skrilljón aðrir Laugaskokkarar og svo auðvitað Eva og Þórólfur stóðu sig rosalega vel, Agga hin nýborna gerði sér lítið fyrir og bætti besta tímann sinn í hálfu.
Ég var svo stressuð þegar Agga var að koma í mark að myndatökur fóru fyrir ofan garð og neðan en hér eru tilraunirnar til að taka myndir af henni:)
Greinilega gæðaljósmyndari hér á ferð
Svo gafst ég bara upp og tók eina af henni þar sem hún þóttist hlaupa og það tókst betur.
Sko, fínasta mynd.
Svo var það að bruna heim því Hallgrímur var að keppa í fótbolta og gekk súpervel, þeir unnu Hauka 2-1.
Í morgun var það svo Skaginn og mót þar og gekk liðinu hans Benedikts rosalega vel, gerðu eitt markalaust jafntefli og unnu hina tvo svo nú eru bara allir glaðir.
Kv.
Ásta íþróttaálfur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.4.2010 | 18:08
Undarleg stund núna:)
Ótrúlegt en satt þá er ég ein í húsinu núna (fyrir utan Snata) og þessi klukkutími er vægast sagt mjög undarlegur. Best að nýta hann í bloggskrif á meðan Steini spilar golf með drengjum 1 og 2 og drengur 3 leikur við stúlkurnar sínar, Sigrúnu Björk Sóludóttur og Stefaníu nágrannadóttur.
Hér er einmitt mynd af þeim frá síðasta hittingi hér í Starhólmanum, Sigrún lengst til vinstri og Stefanía við hina hlið Aðalsteins.
Helgin fór áfallalaust fram. Ég fór utanvegaæfingu með Laugaskokkinu í Mosfellsdal, rosagaman en ég samt mjög orkulaus og leið frekar druslulega síðustu km en náði mér um leið og ég fékk súperfína súpu og köku hjá Boggu þjálfara í tilefni af þrítugsafmæli hennar.
Svo var það verslunarleiðangur með mömmu og hjólastólar draga ekki úr verslunaráhuga hennar
Í gær fórum við í smápikknikk í Guðmundarlund og sund og svo í barnaafmæli en eftir það var að bruna í búð og búa til salat fyrir 100 manna fermingarveislu hjá Hjördísi frænku sem var svo í gærkvöldi, mjög gaman og gómsætt.
Annars er það helst í fréttum að Hallgrímur lék í söngleiknum Týndi bróðirinn með bekknum sínum, en söngleikurinn er að hluta til Annie og að hluta til Oliver Twist. Þetta var svona líka svakajakagaman og á eftir var pítsuveisla frá hinum rómaða stað Super Pizza á Nýbýlavegi sem var aldeilis rosalega góð svo ég mæli með að allir kíki þangað.
Hér syngja þau hnípin um hversu dásamlegt það væri að eiga foreldra, Hallgrímur situr í köflóttri skyrtu fremst og Björg Steinunn Sóludóttir í hvítum náttkjól og með tíkó aðeins til hliðar.
Hér er hann í hlutverki Hrannars, tvítugs dópsala, að gera grín að Ólafi litla og Önnu ásamt fleiri hrekkjusvínum.
Hér syngur dópsalinn ásamt öðrum persónum um hvað sé jákvætt við stórborgina.
Benedikt tók svo gula beltið í taekwondo á fimmtudag og gekk alveg glimrandi vel.
Einbeittur í miðri prófæfingu.
Á föstudaginn tók Hallgrímur svo rauða beltið í taekwondo eftir mikið stress, ritgerðarskrif og ég veit ekki hvað og hvað og gekk það líka alveg rosalega vel svo litla móðurhjartanu er létt og er ákaflega stolt af sínum drengjum.
Einbeittur í miðri æfingu
Í átökum við þjálfarann.
Stoltir með beltin sín og viðurkenningarskjölin, Hallgrímur, Nikulás og Halldór.
Það er stundum svolítið erfitt og þreytandi að bíða á meðan stóri bróðir er að taka 90 mínútna próf og mega ekki segja eitt einasta orð á meðan
Kv.
Ásta stolta mamma
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 15402
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar