Sólarglennan

Jæja, nú ætlar Sóla að hætta allri ímyndunarveiki og byrja að hlaupa aftur og þess vegna kom hún með á Laugaskokksæfingu í morgun.  Ég kláraði tæpa 24 km í morgun, þar af 13km með Sólu og einhvern hluta af því með Sigrúnu og fleiri flottum Laugaskokkurum.  Gott að fá Sólu aftur og ágætt að sleppa mjög svo ógirnilegu Flóahlaupinu sem verður í dag þrátt fyrir að hlaðborðið þar sé ævintýralega flott.  Ókei, ég viðurkenni að ég er raggeit og heigull og vond vinkona við Öggu að hafa hætt við hlaupið en Agga verður bara að standa vaktina fyrir okkur og ná undir 45 mínútur, annað er auðvitað ekkert annað en aumingjagangurWink

betrimynd 

Í tilefni af því að við erum búnar að heimta Sólu aftur úr meiðslum er ekki úr vegi að setja þessa fínu gömlu hlaupamynd af okkur hér. Hún á eftir að vera sér, fjölskyldu sinni, Glennum og Laugaskokki til sóma á þessum vettvangi eins og svo oft áður.

Annars standa stórframkvæmdir fyrir dyrum hjá okkur um helgina því fyrir utan frestað páskaboð fjölskyldunnar sem við verðum með hérna á morgun þá er verið að breyta bílskúrnum í hobbýherbergi.  Strákarnir eru nú á fullu að laga til í bílskúrnum og ætla að gera hann flottan og fínan svo hægt sé að horfa á boltann í lazyboy stólunum frá mömmu og spila tölvuleiki og billjard því strákarnir eru búnir að safna sér fyrir billjardborði. Það er því mikil spenna í gangi og ég vona að þetta fari allt vel því mér er bannaður aðgangur, þetta verður þeirra yfirráðasvæði þótt ég fái aðeins að kíkja öðru hvoru.  Ég nýti þá bara daginn til þrifa og undirbúnings veislunnarTounge

Kv.

Ásta

 


Að valta yfir vini sína

Kannski ekki valta yfir þá en alla vega keyra á þá.

Við fórum að skoða gosstöðvarnar á laugardaginn og fórum í samfloti með Öggu og fjölskyldu.  Þegar inn í Fljótshlíð kom brá Steini sér í leiðsögumannshlutverkið og lýsti öllu sem fyrir augun bar fyrir strákunum á meðan ég gerði vísbendingar fyrir páskaratleikinn.  Þegar kom að litlum flugvelli urðu allir drengirnir mjög áhugasamir og skoðuðu vélakostinn vel og vandlega á meðan ég einbeitti mér að ratleiknum.  Á þeim vegakafla lauk malbiki og við tók möl.  Þar ákvað ofurvarkár bílstjóri á litlum bíl að best væri að stöðva bílinn svo allir þeir sem á eftir komu þurftu að nauðhemla en þar sem Steini var að horfa á flugvélar og ég að skrifa vísbendingar (svo þetta er að sjálfsögðu mér að kenna af því ég átti að vara Steina viðWink) keyrðum við beint á Öggu og Andra bíl.  Sem betur fer tókst Steina að beygja aðeins svo það var bara afturljósið hjá Öggu og co sem skemmdist en fíni jeppi tengdapabba þarf aðeins meiri viðgerðCrying En sem betur fer meiddist enginn  og ferðin var súperfín að öðru leyti.

Páskahelgin var svo alveg sallafín fyrir utan þetta óhapp.  Við fórum í sund og heimsókn til mömmu á föstudaginn langa.  Á páskadag hlupum við hjónin á Esjuna eftir hefðbundna páskaratleiki og komumst að því að ég er miklu betri en hann á uppleiðinni en hann miklu betri en ég á niðurleiðinni.  Svo hjóluðum við í Húsdýragarðinn með strákana og í sund og svo heim og héldum litlu-páska með tengdapabba en aðalpáskaveislan verður um næstu helgi þegar Halla og Biggi koma heim frá Kanarí.

Í gær var það hefðbundið morgunhlaup og svo var farið á "Að temja drekann sinn" sem okkur fannst frábær fjölskylduskemmtun og ég náði meira að segja að fella nokkur tár, aldrei þessu vant, en náði að fela þau undir þrívíddargleraugunumWink

Morgunhlaupið núna var mjög þreytulegt og er víst ekki hægt að kenna veðrinu um það.

Hér eru svo nokkrar myndir frá páskahelginni.

003

Agga og Andri við gosið (litli depillinn í fjarska, við fórum svo reyndar nær)

018

Alfreð, Eyrún, Anton, Hallgrímur, Benedikt og Aðalsteinn.

133

Gosið fína

068

Allir búnir að finna fínu eggin sín og spenntir að byrja að háma þau í sig.

086

Í Níðhöggi, Benedikt í sinni fyrstu ferð.

082

SápukúluAðalsteinn.

Og svo er það vinnan:)

Kv.

Ásta

 


Nýtt blogg, sama lífið:)

Já, ég nennti ekki myndaruglinu í tengslum við blogcentral svo ég ákvað að færa mig.

 Smáupdate frá síðustu færslu.

Við fórum norður á skíði og áttum alveg frábæra helgi þrátt fyrir fimbulkulda og blindbyl alla dagana.

Aðalsteinn fór í skíðaskóla tvo daga og stóð sig svakalega vel svo eftir þessa tvo morgna kom hann eldhress og sísyngjandi með okkur í stólalyftuna og niður allar brekkur eins og enginn væri morgundagurinn:)

Hallgrímur og Benedikt bættu heilmikið við sig og eru orðnir fínustu skíðakappar.

Sóla og Hjörtur komu með stelpurnar í mat til okkar á laugardeginum og við átum belju sem hafði verið send í bæinn en kom aftur með okkur norður.

Arnar og Ásta, Hranastaðabændurnir fínu, lánuðu okkur bæinn því þau voru í Reykjavík á meðan en komu svo heim á sunnudeginum svo við áttum einn skíðadag með þeim, þ.e. mánudag.

Svo var dregið í Páskahappdrætti HK á þriðjudag þannig að við þurftum að drífa í bæinn svo ég gæti verið viðstödd útdrátt hjá Sýslumanninum.

Á fimmtudaginn átti húsfrúin svo afmæli og það var nú aldeilis snilldarafmælisdagur.  Hann byrjaði með hlaupi, ég hljóp sem sagt 1. aprílWink Á miðri leið hringdi Inga frá Svíþjóð og svo stubbarnir mínir sem sungu afmælissönginn fyrir hlaupandi mömmuna.  Þegar ég kom heim var ég sett í ratleik, hannaðan af strákunum og hljóp ég um allt hús til að finna rosafínt hálsmen sem þeir gáfu mér ásamt síðum nærfötum sem ég hlakka mikið til að nota.

Vinir og fjölskyldag komu í morgunkaffi og svo fórum við í fermingu um miðjan daginn.  Eftir hana fórum við í bíltúr niður í bæ sem endaði með því að við fórum út að borða á nýjum stað við höfnina sem heitir Piri Piri og er portúgalskur kjúklingastaður.  Maturinn var mjög góður en það besta við staðinn var aðstaðan fyrir börn því það var risastórt herbergi með alls konar leiktækjum og skemmtilegheitum svo ég mæli með því að fólk kíki þangað, sérstaklega þar sem börnin borða frítt um páskana (þetta segi ég alveg ókeypis, fékk engar prósentur frá staðnum:) ) Í lokin var það ísbíltúr svo það var borðað vel á afmælisdaginn.

Í kvöld ætlum við að kíkja á gosstöðvarnar og erum mikið spennt.

Hér er svo smámyndasýning tengd síðustu dögum, sérstaklega að norðan.

001

Aðalsteinn á skautum með bekknum hans Benedikts.

004

Strákaafmæli fyrir Kára, vin Benedikts og bestu vinina í kring.

009

Aðalsteinn í skíðaskólanum.

021

Það var kaaaaalt í Hlíðarfjalli.

034

Aðalsteinn kominn af stað sjálfur.

037

Fjölskyldan öll komin upp í stólalyftunni, kallið mig bara frú Valla:)

060

Snati og nýja vinkonan, Freyja Vizla með Daníel og Hallgrími.

 Kv.

Ásta

 


« Fyrri síða

Höfundur

Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir
Þriggja barna móðir, eiginkona, hundaeigandi og hlaupari sem finnst lífið skemmtilegt og gott.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 15402

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband